Fótbolti

Kári: Þetta er búið að vera erfitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason í viðtali fyrir stórleik kvöldsins.
Kári Árnason í viðtali fyrir stórleik kvöldsins. STÖÐ 2 SPORT

Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í  mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert.

Ísland mætir Englandi á Wembley í kvöld í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili að minnsta kosti. Erik Hamrén þjálfari liðsins kveður í kvöld en hann heldur ekki áfram og þetta gæti einnig verið síðasti leikur Kára.

„Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Manni hlakkar alltaf til að mæta og leggja sitt á vogaskálarnar en þetta er erfitt. Engu að síðu þá svona „all good things comes to end“ en það þýðir ekkert að vera pæla í þessu,“ sagði Kári í samtali við Henry Birgi Gunnarsson.

„Þetta er bara leikur eins og hver annar. Ef þetta verður sá síðasti þá verður gaman að enda það hér, þar sem ég naut mín mest að spila fótbolta.“

Kári segir að flestar tilfinningarnar hafa brotist út eftir tapið í úrslitaleiknum um sæti á EM 2021 í Ungverjalandi í síðustu viku en hann segir að augun hafi verið á EM næsta sumar.

„Það voru aðallega tilfinningar í þessum Ungverjaleik aðallega. Þegar þú ert búinn að ákveða að hlutirnir séu á einhvern ákveðinn hátt og þetta lá vel fyrir að fara á EM og klára þetta þar. Þetta verður svolítið sjokk að missa af því og þurfa klára þetta í ferðinni sem átti ekkert að verða sú síðasta.“

„Þetta er „emotinal“ og þetta eru margir af mínum bestu vinum hérna. Það gæti gerst að þetta gæti verið minn síðasti leikur. Það vantar slatta í þetta lið sem hefur verið svona lengi. Að sama skapi er þetta leikur sem þarf að nást einhver árangur í við viljum allir gera það fyrir staffið að fá einhver stig í Þjóðadeildinni og komast sómasamlega frá þessu þó að þetta hafi verið erfitt frá byrjun hennar.“

Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00.

Klippa: Kári Árnason - Þetta hefur verið erfitt

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×