Erlent

Óhræddur við að fara án samnings

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Getty/Max Mumby

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. Samningaviðræður hófust aftur í dag og sagði aðalsamningamaður Breta viðræður hafi gengið þokkalega.

„Við erum að leggja mikið á okkur til að ná samningi en það er enn margt sem á eftir að gera,“ sagði David Frost í samtali við blaðamenn í dag. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, sagði nauðsynlegt að samstarf við Bretland væri opið en sanngjarnt.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins gengur erfiðlega að sammælast um samkeppnisreglur, ríkisaðstoð til fyrirtækja og stjórnun á fiskimiðum.

Bretar yfirgáfu Evrópusambandið 31. janúar en fylgja reglum sambandsins út árið á meðan samningaviðræður standa yfir. Ef samningar nást ekki fyrir lok árs fer verslun milli Bretlands og annarra Evrópusambandsríkja eftir reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og tollar lagðir á ýmsar vörur.

Samningurinn þarf að vera samþykktur af bæði Evrópuþinginu og breska þinginu. Því er ljóst að samningsaðilar hafa stuttan tíma ef það á að nást fyrir 31. desember.


Tengdar fréttir

ESB í hart við Breta

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hófu í morgun ákveðið lagaferli gegn Bretlandi eftir að ríkisstjórn Boris Johnson neitaði að láta af áætlunum sem fara gegn úrgöngusamkomulagi ESB og Bretlands.

Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson

David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag.

Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×