Erlent

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB

Kjartan Kjartansson skrifar
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, líst illa á að aðgangur að sjóðum ESB verði skilyrtir við að aðildarríkin sýni réttarríkinu virðingu. Í stjórnartíð hans hafa dómstólar, fjölmiðlar og félagasamtök glatað sjálfstæði sínu að miklu leyti.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, líst illa á að aðgangur að sjóðum ESB verði skilyrtir við að aðildarríkin sýni réttarríkinu virðingu. Í stjórnartíð hans hafa dómstólar, fjölmiðlar og félagasamtök glatað sjálfstæði sínu að miklu leyti. Vísir/EPA

Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu.

Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum.

Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“.

Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins.

„Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×