Erlent

Utan­ríkis­ráð­herra Sýr­lands er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Walid Muallem tók við starfi utanríkisráðherra Sýrlands árið 2006.
Walid Muallem tók við starfi utanríkisráðherra Sýrlands árið 2006. Getty

Waled al-Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, er látinn, 79 ára að aldri. Frá þessu greinir Al Jazeera og vísar þar í ríkisfjölmiðil Sýrlands.

Muallem hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Sýrlands frá árinu 2006 og verið einn nánasti samstarfsmaður og stuðningsmaður forsetans Bashar al-Assad um árabil. Muallem var jafnframt aðstoðarforsætisráðherra í landinu.

Ekki liggur fyrir um orsök andláts Muallem, en vitað var að hann hafi átt við vanheilsu að stríða og glímt við hjartasjúkdóm.

Aljazeera segir frá því að fastlega sé búist er við að aðstoðarutanríkisráðherrann, Faisal Mekdad, muni taka við starfi utanríkisráðherra landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×