Fótbolti

Þjálfari Dana hrósaði Ís­landi að leik loknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, hrósaði íslenska liðinu að loknum 2-1 sigri Dana í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni.

„Ég verð að byrja á því að hrósa þessu íslenska liði. Þeir sýndu enn á ný mikinn karakter. Á fimmtudagskvöld voru þeir svo nálægt því að komast á EM. Þessi hópur hefur verið saman lengi og þeir sýndu hvaða karakter þeir hafa geyma í kvöld sem og mikinn liðsanda. Ég verð því að byrja á því að fá hrósa þeim,“ sagði Hjulmand áður en hann svaraði spurningu um leik kvöldsins.

„Sem lið vorum við fínir í fyrri hálfleik. Við vorum með stjórn á leiknum og þeir áttu ekki færi, held þeir hafi ekki átt skot á mark. Síðari hálfleikurinn okkar var einfaldlega hræðilegur, fannst við ekki spila vel. Þeir sköpuðu ekki nein opin marktækifæri en voru alltaf að komast nær og nær, á endanum skoruðu þeir svo. Það voru ekki mikil gæði í leik okkar í síðari hálfleiknum, fyrri hálfleikurinn var allt í lagi.“ sagði þjálfari Dana um leikinn.

Hjulmand var einnig spurður út í uppstillingu danska liðsins en hann segist vilja hafa mikinn sveigjanleika í liði sínu. Danir hafa breytt um uppstillingu í öllum leikjum sínum til þessa í keppninni.

Viðtalið, sem er á ensku, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken

Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig.

Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mis­tök

Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1.

Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti

„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.