Fótbolti

Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson fagnar markinu sínu.
Viðar Örn Kjartansson fagnar markinu sínu. Skjámynd/S2 Sport

Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig.

Viðar Örn kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og jafnaði metin á 85. mínútu. Ísland var búið að vera marki undir síðan á tólftu mínútu leiksins.

Erik Hamrén átti aftur á móti ás í erminni á bekknum í Viðari Erni sem þurfti bara fimmtán mínútur til að koma sér á blað.

Viðar gerði mjög vel að lauma sér á bak við danska miðvörðinn Simon Kjær og fékk frábæra sendingu frá Ara Frey Skúlasyni. Viðar lagði boltann glæsilega í markið.

Viðar hefur verið í miklu stuði með Vålerenga í norska boltanum og kom með skotskóna með í landsliðsverkefnið.

Þetta var fjórða mark Viðars fyrir íslenska landsliði í hans 28. landsleik. Hann hefur hins vegar aðeins byrjað inn á í tólf leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×