Fótbolti

Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen skoraði af miklu öryggi úr tveimur vítaspyrnum í kvöld.
Christian Eriksen skoraði af miklu öryggi úr tveimur vítaspyrnum í kvöld. Getty/ Lars Ronbog

Danir þurftu tvær vítaspyrnur til að halda sigurgöngu sinni áfram á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Danmörk vann 2-1 sigur á Ísland í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar en Christian Eriksen skoraði bæði mörk danska liðsins úr vítaspyrnu.

Fyrra vítið var dæmt fyrir brot Ara Freys Skúlasonar á Daniel Wass en endursýningar sýndu að Daniel Wass var líklega rangstæður.

Seinna vítið kom í uppbótatíma eftir að Viðar Örn Kjartansson hafði jafnað metin á 85. mínútu.

Vítið var dæmt fyrir hendi á Hörð Björgvin Magnússon sem gat þó lítið gert þegar Yussuf Poulsen skallaði boltann í hann.

Christian Eriksen skoraði af miklu öryggi úr báðum vítaspyrnum sínum og er þar með kominn með fjögur mörk á móti íslenska landsliðinu á ferlinum.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö víti sem felldu Íslendinga á Parken í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.