Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, reiknar með erfiðum leik á morgun. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30