Hamrén hættir með íslenska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 09:36 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira