Innlent

Íslendingur lést í Rússlandi af völdum Covid-19

Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa
Íslendingurinn var við störf í Rússlandi en hann starfaði í sjávarútvegi.
Íslendingurinn var við störf í Rússlandi en hann starfaði í sjávarútvegi.

Sextugur íslenskur karlmaður lést á sjúkrahúsi í borginni Petropavlovsk í Kamsjatka í Rússlandi í gær af völdum lungnabólgu vegna Covid-19.

Maðurinn hafði legið á sjúkrahúsi í tæpar tvær vikur, en var lagður inn á gjörgæsludeild fyrir liðna helgi. Hann var ásamt öðrum Íslendingum við störf fyrir íslenskt hátæknifyrirtæki á Kamtsjaka-skaganum.

Samstarfsmenn mannsins voru upplýstir um andlátið í morgun.

25 hafa látist hér á landi vegna Covid-19 síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu manns létust í fyrri bylgju faraldursins og fimmtán manns hafa nú látist í þeirri bylgju sem nú gengur yfir.

Nú síðast lést sjúklingur á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka en veikindi hans má að sögn sóttvarnalæknis rekja til hópsýkingar á Landakoti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×