Fótbolti

Arnór Ingvi reyndist vera með veiruna

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu en verður ekki með í kvöld vegna kórónuveirunnar.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu en verður ekki með í kvöld vegna kórónuveirunnar. vísir/hulda margrét

Það reyndist góð ákvörðun að Arnór Ingvi Traustason gæfi eftir sæti sitt í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi í kvöld. Hann hefur nú greinst með kórónuveirusmit.

Arnór Ingvi staðfesti þetta í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson en bút úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Viðtalið í heild birtist í upphitunarþættinum sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport í kvöld, fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM.

Til stóð að Arnór færi til Þýskalands á mánudaginn en þá bárust þær fréttir að liðsfélagi hans hjá Malmö, Anders Christiansen, hefði greinst með kórónuveirusmit. Þeir höfðu spilað saman leik á sunnudaginn og fagnað sænska meistaratitlinum.

„Eftir að það kom upp smit í hópnum hjá okkur þá tókum við [Arnór og þjálfarar Íslands] þá ákvörðun í sameiningu að það væri best að ég myndi ekki ferðast. Sem betur fer, því ég testaðist pósitívur í morgun,“ segir Arnór Ingvi.

Klippa: Arnór Ingvi með kórónuveiruna

Tengdar fréttir

„Best að halda öllum öruggum“

Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.