Erlent

Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælendurnir saka yfirvöld um uppgjöf í deilunni við Asera. 
Mótmælendurnir saka yfirvöld um uppgjöf í deilunni við Asera.  Alex McBride/Getty Images

Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér.

Ríkisstjórnin segir slíkt ekki koma til greina og að stjórnarandstöðunni verði ekki leyft að hrifsa til sín völdin með ofbeldi. Í gær komu þúsundir saman í höfuðborginni Yerevan þrátt fyrir herlög í landinu sem banna allar slíkar samkomur. Stjórnarandstöðuflokkar í landinu, sem fæstir eru þó á þinginu, gáfu forsætisráðherranum frest til miðnættis til að segja af sér.

Mótmælendurnir sjá vopnahléið í Nagorno-karabakh sem algjöran ósigur en héraðið tilheyrir Aserbaídjan en hefur lotið stjórn Armena um áraraðir og flestir íbúanna eru armenskir. Þá óttast þeir yfirlýsingar Tyrkja, sem segjast ætla að senda herlið í héraðið en Tyrkir styðja Asera í deilunni. Rússar, sem höfðu forgöngu um vopnahléið hafa þó hafnað því og hafa sjálfir sent um tvöþúsund manna friðargæslulið á svæðið en því er ætlað að halda friðinn næstu fimm árin.


Tengdar fréttir

Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena

Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina.

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×