Erlent

Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Verðmæti hlutabréfa Moderna hefur aukist um rúm 280 prósent á árinu og eru miklar vonir bundnar við að bóluefni fyrirtækisins muni spila stóra rullu í að binda enda á heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar.
Verðmæti hlutabréfa Moderna hefur aukist um rúm 280 prósent á árinu og eru miklar vonir bundnar við að bóluefni fyrirtækisins muni spila stóra rullu í að binda enda á heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. EPA/CJ GUNTHER

Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að geta sótt um svokallað neyðarleyfi fyrir bólefnið hjá Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) í desember.

Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, á ráðstefnu í dag.

Um 40 þúsund manns hafa tekið þátt í tilraunum Moderna. Það er svokallað mRNA bóluefni og felur í sér tvo skammta með fjögurra vikna millibili.

Eftir að niðurstöðurnar verða birtar gætu forsvarsmenn Moderna þurft að bíða í allt að tvo mánuði eftir frekari gögnum um öryggi bóluefnisins, áður en hægt verður að sækja um áðurnefnt neyðarleyfi, samkvæmt frétt Reuters.

Yfirmaður FDA hefur sagt að bóluefni þurfi að vernda minnst helming þeirra sem fá það, til að fá leyfi.

Baráttan um bóluefni tók nýverið stakkaskiptum þegar fyrirtækin Pfizer og BioNTech opinberuðu bráðabirgðaniðurstöður sem benda til þess að bóluefni þeirra veiti vörn gegn nýju kórónuveirunni í 90 prósent tilvika.

Í frétt Bloomberg segir að verðmæti hlutabréfa Moderna hafi aukist um rúm 280 prósent á árinu og að miklar vonir séu bundnar við að bóluefni fyrirtækisins muni spila stóra rullu í að binda enda á heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar.

Sérfræðingar segi að meira en eitt bóluefni muni þurfa til.


Tengdar fréttir

Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið

Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 

Bjarga heiminum frá gull­námunni

Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×