Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira