Rúrik leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Rúrik Gíslason í leiknum fræga gegn Argentínu á HM 2018. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen. Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen.
Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira