Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 19:16 Eiður Smári hefur verið á hliðarlínunni hjá U21 árs landsliði Íslands síðan í ársbyrjun 2019. Vísir/Bára Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21 Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21
Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31
Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28
Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32