Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 11:46 Joe Biden og eiginkona hans Jill. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent