Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2020 04:18 Biden og Harris þegar sá fyrrnefndi ávarpaði stuðningsmenn þeirra í Wilmington í Delaware í nótt. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira