Mikael afar ósáttur: „Það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 08:00 Mikael Nikulásson var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Njarðvík. stöð 2 sport Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira