Íslenski boltinn

Páll hættur með Þór sem vill þjálfara í fullt starf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Páll Viðar mættu aftur í Þorpið fyrir tímabilið en er nú hættur.
Páll Viðar mættu aftur í Þorpið fyrir tímabilið en er nú hættur. STÖÐ 2 SPORT

Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Þórs. Á heimasíðu félagsins kemur fram að hann og félagið hafi komist að samkomulagi um starfslok.

Í tilkynningunni segir að Þórsarar vilji ráða þjálfara í fullt starf og þar með efla starfið í kringum félagið.

„Palli Gísla eins og hann er alltaf kallaður hefur undanfarið ár og að sjálfsögðu mun lengur en það unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið, sagði í tilkynningunni.“

„Það er nánast ógjörningur að þakka honum nægjanlega fyrir allt sitt framlag hingað til fyrir Þór enda Palli einn af mestu Þórsurum sem fyrir finnast. Félagið óskar Palla að sjálfsögðu velferðar í þeim verkefnum sem bíða hans í framtíðinni.“

Þór var í 5. sæti Lengjudeildarinnar þegar hún var blásin af vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×