Íslenski boltinn

Guðjón kveður Stjörnuna

Sindri Sverrisson skrifar
Guðjón Baldvinsson hefur ákveðið að láta gott heita hjá Stjörnunni.
Guðjón Baldvinsson hefur ákveðið að láta gott heita hjá Stjörnunni. vísir/bára

Framherjinn Guðjón Baldvinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt Stjörnuna.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnumanna. Þar er yfirlýsing frá Guðjóni þar sem þessi 34 ára gamli kappi segir:

Yfirlýsing Guðjóns:

Kæru Stjörnuvinir

Eftir frábær ár hjá Stjörnunni hef ég tekið þá ákvörðun að ég sé búinn að spila minn síðasta leik fyrir félagið.

Margar góðar minningar sem ég tek með mér. Ég hef spilað með liðinu í þremur efstu deildum landsins og því upplifað þennan magnaðan uppgang félagsins undanfarin 18 ár.

Ég er viss um að uppgangurinn haldi áfram með öllum þeim efnilegu leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu.

Ég vill þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með í gegnum árin , sjálboðaliðar, stuðningsmenn, þjálfarar og leikmenn

Takk fyrir mig og gangi ykkur vel

Guðjón Baldvinsson

Skíni Stjarnan

Ekki er ljóst hvað tekur við hjá Guðjóni sem skoraði fjögur mörk í 14 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann hefur alls skorað 61 mark í 152 leikjum í efstu deild, með Stjörnunni og KR en hann lék í Vesturbænum 2008, 2010 og 2011.

Í atvinnumennsku lék Guðjón með GAIS og Halmstad í Svíþjóð, Nordsjælland í Danmörku og svo í skamman tíma með Kerala Blasters á Indlandi 2018. Hann á að baki 4 A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×