Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. nóvember 2020 07:27 Kjörstaðir opna á mismunandi tímum í Bandaríkjunum en nú þegar hafa íbúar í smábænum í Dixville Notch í New Hamsphire kosið. Getty/Gabrielle Lurie Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30