Óttast að fleiri séu látin eftir árásina Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 23:05 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Vínarborg þegar árásarmannanna var leitað. AP/Ronald Zak Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07