„Markaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu og ég er ekki að tala um gæðin“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira