Erlent

Lista­verk af sporði hvals kom í veg fyrir að lest hrapaði til jarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam.
Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam. AP

Listaverk af sporðum hvala í hollenska bænum Spijkenisse kom í veg fyrir að lest, sem hafði farið í gegnum hindrun á upphækkaðri lestarstöð, hrapaði til jarðar í gærkvöldi.

Ótrúlegar myndir hafa birst af vettvangi þar sem sjá má lestina hvíla á einum sporðinum.

Ótrúleg sena í Spijkenisse.AP

AP segir frá því að lestarstjórinn hafi sloppið ómeiddur og að engir farþegar hafi verið um borð þegar slysið varð, en um endastöð á umræddri neðanjarðarlestarleið er að ræða.

Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×