Ryan Giggs: Manchester United gæti þurft að bíða í tuttugu ár eftir titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ryan Giggs vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Getty/ John Peters Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira