Ryan Giggs: Manchester United gæti þurft að bíða í tuttugu ár eftir titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ryan Giggs vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Getty/ John Peters Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira