Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 06:58 Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Hannah Peters/Getty Images Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð. Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð.
Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07
Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43