Erlent

Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. 
Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.  Hannah Peters/Getty Images

Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. 

Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið.

Kölluðu eftir afstöðu Ardern

Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð.


Tengdar fréttir

Ný­sjá­lendingar kjósa sér nýtt þing á morgun

Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×