Nagelsmann: Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 19:00 Nagelsmann er ekki mikið fyrir að vera í þjálfaraúlpunni á hliðarlínunni. Vincent Mignott/Getty Images Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira