Skoraði rangstöðuþrennu gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 14:43 Álvaro Morata skorar eitt þriggja rangstöðumarka sinna gegn Barcelona. getty/Daniele Badolato Óheppnin elti Álvaro Morata, framherja Juventus, á röndum í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Þrisvar sinnum kom hann boltanum í mark Börsunga en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Barcelona vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils Meistaradeildarinnar. Juventus er með þrjú stig í 2. sæti riðilsins. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 14. mínútu. Skömmu síðar hélt Morata að hann hefði jafnað en var dæmdur rangstæður. Spánverjinn kom boltanum aftur í netið eftir hálftíma en aftur fór flagg aðstoðardómarans á loft. Á 55. mínútu skoraði Morata í þriðja sinn en enn og aftur var hann dæmdur rangstæður, nú með hjálp myndbandsdómgæslu. Öll rangstöðumörk Moratas má sjá hér fyrir neðan. Juan Cuadrado átti síðustu sendinguna á Morata í öllum rangstöðumörkunum. Klippa: Rangstöðumörk Morata Lionel Messi gulltryggði sigur Barcelona með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 0-2, Börsungum í vil. Um helgina var einnig dæmt mark af Morata þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Um þarsíðustu helgi gerði Juventus 1-1 jafntefli við nýliða Crotone. Morata skoraði mark Juventus og annað til sem var dæmt af. Þá skoraði Morata bæði mörk Juventus í 0-2 sigri á Dynamo Kiev í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Hann hefur alls skorað þrjú mörk á tímabilinu en þau hefðu getað verið mun fleiri. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32 Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Óheppnin elti Álvaro Morata, framherja Juventus, á röndum í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Þrisvar sinnum kom hann boltanum í mark Börsunga en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Barcelona vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils Meistaradeildarinnar. Juventus er með þrjú stig í 2. sæti riðilsins. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 14. mínútu. Skömmu síðar hélt Morata að hann hefði jafnað en var dæmdur rangstæður. Spánverjinn kom boltanum aftur í netið eftir hálftíma en aftur fór flagg aðstoðardómarans á loft. Á 55. mínútu skoraði Morata í þriðja sinn en enn og aftur var hann dæmdur rangstæður, nú með hjálp myndbandsdómgæslu. Öll rangstöðumörk Moratas má sjá hér fyrir neðan. Juan Cuadrado átti síðustu sendinguna á Morata í öllum rangstöðumörkunum. Klippa: Rangstöðumörk Morata Lionel Messi gulltryggði sigur Barcelona með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 0-2, Börsungum í vil. Um helgina var einnig dæmt mark af Morata þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Um þarsíðustu helgi gerði Juventus 1-1 jafntefli við nýliða Crotone. Morata skoraði mark Juventus og annað til sem var dæmt af. Þá skoraði Morata bæði mörk Juventus í 0-2 sigri á Dynamo Kiev í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Hann hefur alls skorað þrjú mörk á tímabilinu en þau hefðu getað verið mun fleiri.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32 Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32
Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05