Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:01 Marcus Rashford fagnar hér einu af þremur mörkum sínum sinn fyrir Manchester United í gærkvöldi með Bruno Fernandes. AP/Dave Thompson Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira