Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. október 2020 18:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að kerfið sé að virka. Vísir/Egill Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira