Erlent

Telur að fyrstu bólu­efnin verði lík­lega ó­full­komin

Telma Tómasson skrifar
Bóluefnis gegn Covid-19 er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Bóluefnis gegn Covid-19 er beðið með mikilli eftirvæntingu. Getty

Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar.

Þetta kemur fram í grein sem yfirmaður verkefnastjórnarinnar, Kate Bingham, skrifar um horfur í þróun bóluefnis í hinu virta læknatímariti Lancet.

Hún segir að aldrei í sögunni hafi bóluefni verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu þar litið sé á bóluefnið sem einu sönnu leiðina út úr heimsfaraldrinum.

Í skrifum sínum varar Bingham við of mikilli bjartsýni í fyrstu umferð í þróunarferlinu. Bóluefnið kunni ekki að virka fyrir alla, eða þá í langan tíma. Mætti fólk frekar búa sig undir að bóluefni dragi frekar úr einkennum.


Tengdar fréttir

Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur?

Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×