Innlent

Tína fleiri tonn af rusli við strandlengjuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá hreinsunaraðgerðum í gær.
Frá hreinsunaraðgerðum í gær. SEEDS

Tuttugu sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, Bláa hernum, starfsfólki nokkurra fyrirtækja og sendiráðsfulltrúum söfnuðu um 700 kílóum af plastúrgangi á strandlengjunni frá Herdísarvík til Viðarhelli.

Hópurinn hefur farið í daglegar hreinsunarferðir undanfarið á þessum fimmtán kílómetra kafla nærri Selvogsvita, Strandakirkju og Þorlákshöfn. Um sex tonn af rusli, aðallega plastúrgangi, hafa verið fjarlægð af ströndinni að sögn Oscars Uscategui hjá Seeds.

SEEDS
SEEDS
SEEDS
SEEDS

Ætlunin sé að halda áfram að hreinsa þessa og aðrar strandlengjur landsins sem eru uppfullar af rusli og plastmengaðar. Hann bendir á að þeir sem hafa áhuga á að fá hóp frá SEEDS sjálfboðaliðum í tiltekt á sínu svæði geti sett sig í samband við verkefnastjori@seeds.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×