Fótbolti

Daily Mail fjallar um „sænska“ undrabarnið Ísak Bergmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson á æfingu með U-21 árs landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson á æfingu með U-21 árs landsliðinu. vísir/vilhelm

Daily Mail fjallar í dag um áhuga stórliða í Evrópu á Ísak Bergmanni Jóhannessyni, leikmanni Norrköping í Svíþjóð.

Á íþróttaforsíðu Daily Mail er reyndar talað um Ísak sem sænskt undrabarn eins og sjá má hér fyrir neðan. Búið er að breyta honum í íslenska undrabarnið í fréttinni sjálfri sem Ísak svo sannarlega er. Þótt Ísak sé fæddur á Englandi og spili í Svíþjóð er hann Íslendingur í húð og hár.

Samkvæmt Expressen í Svíþjóð voru útsendarar frá Liverpool á leik Norrköping og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 2-2 og lék Ísak allan tímann. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp átta í sænsku deildinni á þessu tímabili.

Liverpool er ekki eina stórliðið sem hefur áhuga á Ísaki en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Juventus.

Ísak, sem er sautján ára, gekk í raðir Norrköping frá ÍA snemma árs 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.