Enski boltinn

Newcastle sótti stig í greipar Úlfanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jöfnunarmarkið í uppsiglingu.
Jöfnunarmarkið í uppsiglingu. vísir/Getty

Newcastle sótti sterkt stig á útivelli þegar liðið heimsótti Wolverhampton Wanderers í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Wolves stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins en ekkert mark var skorað fyrr en á 80.mínútu þegar Raul Jimenez skaut föstu skoti utan vítateigs sem Karl Darlow, markvörður Newcastle, réði ekki við.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma tókst gestunum að jafna en jöfnunarmarkið kom úr óvæntri átt. Jacob Murphy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnu en markið verður að skrifast á Rui Patricio, markvörð Úlfanna.

Fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1. Úlfarnir með 10 stig í sjöunda sæti en Newcastle er með tveimur stigum minna í fjórtánda sæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.