Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 14:33 Jólasveinsleikari að störfum í Disney-skemmtigarði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira