Erlent

Greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá

Kjartan Kjartansson skrifar
Sebastián Piñera forseti mætti snemma á kjörstað í morgun. VInsældir hans tóku dýfu þegar mótmæli gegn ójöfnuði hófust í Síle í fyrra.
Sebastián Piñera forseti mætti snemma á kjörstað í morgun. VInsældir hans tóku dýfu þegar mótmæli gegn ójöfnuði hófust í Síle í fyrra. Vísir/EPA

Kjósendur í Síle greiða atkvæði um hvort tekin skuli upp ný stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Sú gamla er frá tíð einræðisherrans Augusto Pinochet en lagt er til borgarar semji þá nýju.

Krafan um nýja stjórnarskrá var fyrirferðamest í mótmælum sem blossuðu upp í Síle í fyrra. Mótmælin hafa haldið áfram eftir að slakað var á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Þrír valkostir eru á kjörseðlinum. Kjósi fólk með því að taka upp nýja stjórnarskrá geta þeir valið á milli þess að láta borgarafund sem yrði sérstaklega kosinn til þess semja hana eða blöndu óbreyttra borgara og þingmanna. Borgarafundur væri skipaður körlum og konum til jafns og frumbyggjar í landinu fengju sína fulltrúa, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Einfaldur meirihluti dugar til að tillaga teljist samþykkt. Skoðanakannanir benda til þess afgerandi meirihluti samþykki að taka upp nýja stjórnarskrá.

Núverandi stjórnarskrá Síle var samin af Jaime Guzman, nánum ráðgjafa Pinochet, árið 1980. Henni hefur aðeins verið breytt lítillega síðan til þess að takmarka völd hersins og framkvæmdavaldsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.