45 ár frá því að konur lögðu fyrst niður störf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:48 Frá kvennafrídeginum 2018, þegar konur lögðu niður störf klukkan 14:38, og komu saman í miðborginni. Fimm baráttufundir hafa verið haldnir frá 1975. Foto: Kvennafrídagurinn 2018/Vilhelm Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45
Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11
Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06