Út klukkan 14:56 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. október 2019 14:45 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun