Áfram stelpur! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2020 08:00 45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun