Erlent

Tíu manna fjöldatakmarkanir í Danmörku

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti hertar aðgerðir í dag.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti hertar aðgerðir í dag. Getty

Dönsk stjórnvöld tilkynntu um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar þar í landi í dag. Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði frá því á blaðamannafundi að fjöldatakmarkanir yrði nú hertar og miðað verði við að ekki fleiri en tíu megi koma saman.

Alls greindust 859 manns með kórónuveirusmit í Danmörku í gær. Er um mesta fjölda skráðra smita á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem greinist metfjöldi, en á miðvikudaginn greindust 760 manns sem þá var met.

Dönum verður sömuleiðis skylt að bera grímur á almannafæri og sjoppum og veitingastöðum verður bannað að selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×