Krefst afsagnar heilbrigðisráðherrans í kjölfar grímuhneykslis Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 14:04 Roman Prymula er faraldursfræðingur sem leitað til forsætisráðherrans fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Hann var þá gerður að heilbrigðisráðherra. EPA Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13