Erlent

Frederik­sen boðar til blaða­manna­fundar eftir annan met­dag

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis í dag.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis í dag. EPA

Alls greindust 859 manns með kórónuveirusmit í Danmörku í gær. Er um mesta fjölda skráðra smita á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem greinist metfjöldi, en á miðvikudaginn greindust 760 manns sem þá var met.

Danskir fjölmiðlar segja að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafi boðað til blaðamannafundar klukkan 16:30 að íslenskum tíma þar sem kynntar verða frekari samkomutakmarkanir vegna útbreiðslunnar. Með henni verður heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke.

DR segir frá því að rétt sé að hafa í huga, þegar fjöldi nýsmitaðra nú sé borinn saman við fjöldann í fyrstu bylgju faraldursins, að nú séu umtalsvert fleiri sýni tekin og því greinist líklega fleiri.

Alls eru 125 manns nú á sjúkrahúsi í Danmörku vegna Covid-19, einum fleiri en í gær. Eru átján manns á gjörgæslu og þar af þrettán í öndunarvél. Þá segir að dauðsföllum sem rakin eru til sjúkdómsins hafi fjölgað um þrjú milli daga.

Í heildina eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Danmörku nú 697. Skráð smit eru nú um 38.600.


Tengdar fréttir

Dönsk yfirvöld mæla gegn ferðalögum til nær allra landa

Aðeins Noregur, Grikklandi og fimm héruð í Svíþjóð eru undanskilin ráðleggingum danskra yfirvalda um að fólk ferðist ekki þangað að nauðsynjalausu vegna kórónuveirufaraldursins eftir að listi yfir slík ríki var uppfærður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×