Enski boltinn

Klopp bað Fabin­ho að taka við leið­toga­hlut­verkinu í fjar­veru „besta varnarmanns heims“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabinho og Klopp í stuði.
Fabinho og Klopp í stuði. Jason Cairnduff - Pool/Getty Images

Fabinho, miðjumaður Liverpool, hefur greint frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi komið að máli við Brassann fyrir Ajax leikinn í Meistaradeildinni. Klopp hafi beðið hann um að taka að sér enn stærra leiðtogahlutverk í fjarveru Virgils Van Dijk.

Hinn 26 ára gamli Fabinho spilaði í miðri vörninni gegn Ajax í gær og spilaði þar við hlið Joe Gomez en Virgil van Dijk sleit krossband í grannaslagnum gegn Everton um helgina og verður lengi frá.

Fabinho átti frábæran leik miðverðinum og bjargaði meðal annars á meistaralegan hátt undir lok fyrri hálfleiks er hann bjargaði á marklínu frá Dusan Tadic.

„Taktísklega séð þá verð ég að vera tilbúinn fyrir löngu boltana og að reyna skipuleggja liðið. Þetta er ekki auðvelt en ég þarf að taka við því sem Virgil vanalega gerir; að tala mikið og vera leiðtoginn,“ sagði Fabinho.

„Auðvitað er ég ekki varnarmaður en ég reyni mitt besta. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig og fyrir liðið að halda hreinu upp á sjálfstraustið. Stjórinn bað mig um að tala mikið við liðið og skipuleggja það.“

„Ég reyndi mitt besta í þessu hlutverki. Þegar ég heyrði að Virgil yrði lengi frá var ég í smá áfalli. Mér finnst hann besti varnarmaður í heimi og hann er leiðtoginn í liðinu og í klefanum. Hann heldur húmornum uppi og það er góð stemning. Við munum sakna hans en verðum að halda áfram og vinna leiki fyrir hann,“ sagði Fabinho.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.