Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:31 Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira