Erlent

Sjö létust í Svíþjóð og tilfellum fjölgar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hvergi hafa fleiri dáið á Norðurlöndum en í Svíþjóð
Hvergi hafa fleiri dáið á Norðurlöndum en í Svíþjóð EPA/Jessica Gow

Varnarmálaráðherra Svía frestaði ferð sinni til Brasilíu í dag vegna smits starfsmanns en staðan í Svíþjóð er afar slæm. Um níu hundruð greindust í gær og sjö létust. Hvergi á Norðurlöndunum hafa fleiri dáið af völdum kórónuveirunnar en í Svíþjóð, alls 5.929.

222 ný tilfelli greindust í Finnlandi í gær og er heildarfjöldinn því orðinn 14.071. 355 hafa látist frá upphafi faraldursins og hefur tilfellum fjölgað hratt síðustu vikur. Finnska ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nærri fimmtíu tilfelli megi rekja til fjölskylduboðs í bænum Loviisa.

Danir hertu aðgerðir í dag og mega borgarar með væg einkenni nú mæta í skimun án þess að leita fyrst til læknis. Þá þarf fólk á leið í skimun að bera grímu frá því það stígur út úr húsi og má ekki nýta almenningssamgöngur.

Á Spáni eru tilfellin orðin fleiri en milljón og hefur öfgahægriflokkurinn Vox lagt fram tillögu um vantraust á forsætisráðherra vegna viðbragða stjórnvalda við faraldrinum. Ekki er búist við því að þingið samþykki tillöguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×