Enski boltinn

Stað­festir að Men­dy er orðinn mark­vörður númer eitt hjá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mendy ver frábærlega í jafnteflinu markalausa gegn Sevilla á Brúnni í gær.
Mendy ver frábærlega í jafnteflinu markalausa gegn Sevilla á Brúnni í gær. Chris Lee - Chelsea FC

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Edouard Mendy sé nú þegar orðinn markvörður númer eitt hjá Chelsea eftir komuna til félagsins í félagaskiptaglugganum.

Mendy var fenginn til félagsins til að berjast um markmannsstöðuna við Kepa Arrizabalaga sem hefur gert hver mistökin á fætur öðrum eftir að hafa verið keyptur dýrum dómi til Chelsea.

Lampard fékk svo nóg og fékk Mendy til félagsins og eftir frammistöðu hans gegn Sevilla í 1. umferð Meistaradeildarinnar í gær þá er hann orðinn fyrsta val stjórans.

„Já, á þessu augnabliki er hann númer eitt eftir frammistöðu sína,“ sagði Lampard eftir markalausa jafnteflið gegn Sevilla í gærkvöldi á Brúnni.

„Hann hefur spilað mjög vel og er búinn að halda hreinu tvisvar. Eins og þetta lítur út núna er hann fyrsti markvörður en það er alltaf barátta um það en ég er mjög sáttur með frammistöðu hans.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.