Enski boltinn

Blindur á öðru auganu allan fyrri hálfleikinn í París í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar virðist hér fara í hægra auga Scott McTominay í leiknum í París í gær.
Neymar virðist hér fara í hægra auga Scott McTominay í leiknum í París í gær. AP/Michel Euler

Scott McTominay lét finna fyrir sér á miðju Manchester United í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær en hann fékk líka aðeins að finna fyrir því sjálfur.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði um það á blaðamannafundi eftir leikinn að Scott McTominay hafi misst aðra linsuna í fyrri hálfleiknum og um leið sjón á öðru auga.

Solskjær var mjög ánægður með frammistöðu þeirra Scott McTominay og Fred inn á miðju Manchester United liðsins í leiknum.

„Þeir eru í góðu formi, eru góðir leikmenn og spiluðu líka mjög vel á móti Newcastle,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um miðjumennina sína eftir leikinn.

„Þeir lögðu grunninn að sigrinum okkar í þeim leik og gerðu það líka í þessum sigri,“ sagði Solskjær en hann ræddi sérstaklega framgöngu skoska miðjumannsins.

„Scotty spilaði líka fyrri hálfleikinn með bara sjón á öðru auga, sem var mjög tilkomumikið. Hann týndi annarri linsunni sinni,“ sagði Solskjær.

Scott McTominay er 23 ára gamall en samt á sínu fimmta tímabili með Manchester United. McTominay einbeitti sér að því að verja vörn liðsins og kom hvað eftir annað í veg fyrir það að þeir Neymar og Kylian Mbappe fengu boltann á góðum stöðum.

Af myndum frá leiknum að dæma þá er líklegast að hann hafi týnt linsunni eftir viðskipti sín við Neymar. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Neymar fara í hægra auga Skotans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.