Enski boltinn

Tvö mörk og stoð­sending í fyrsta leik Val­geirs á Eng­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valgeir fagnar marki í kvöld.
Valgeir fagnar marki í kvöld. Twitter-síða Brentford

Valgeir Valgeirsson byrjar af krafti með B-liði enska liðsins Brentford en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld.

Liðið mætti Hendon FC á útivelli í 2. umferð Lundúnarbikarsins en Valgeir verður á láni hjá B-liði Brentford út tímabilið.

Það tók Valgeir einungis fimm mínútur að leggja upp mark og tíu mínútum skoraði HK-ingurinn sitt fyrsta mark fyrir félagið. Draumabyrjun hins unga.

Valgeir var ekki hættur því hann skoraði einnig sjötta mark Brentoord í leiknum en lokatölurnar urðu 6-2. Tvö mörk og stoðsending í fyrsta leik Valgeirs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.