Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 12:20 Hér má sjá nokkra þeirra tíma sem í boði eru seinni partinn í World Class. Fólk er minnt á að mæta með handklæðin sín enda á að taka vel á því. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira